þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

15.000 tonna upphafskvóti í sumargotssíld

15. október 2010 kl. 16:16

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið 15.000 tonna kvóta í sumargotssíld fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Er það upphafsúthlutun í sumargotssíld fyrir fiskveiðiárið en ákvörðun um endanlega úthlutun heildarafla liggur ekki fyrir.

Sýkingin í síldarstofninum hefur gert það að verkum að kvóti hefur ekki verið gefinn út fyrr en að hausti þegar niðurstöður rannsókna hafa legið fyrir. Fyrir vertíðina á síðasta ári var gefinn út 15.000 tonna leitarkvóti og kvótinn síðan hækkaður í 40.000 tonn að loknum rannsóknum í lok október. Í desember var svo úthlutað 7.000 tonna viðbótarkvóta þannig að kvótinn í heild á síðustu vertíð nam 47.000 tonnum.