sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

22 milljarða herferð gegn laxalús

1. desember 2009 kl. 12:13

Fiskeldisfyrirtækin í Noregi ætla sameiginlega að verja á næsta ári einum milljarði norskra króna eða jafnvirði 22 milljarða íslenskra í aðgerðir til þess að draga úr laxalús í eldi.

Þetta er helmingi hærri upphæð en varið er í sama skyni á þessu ári. Lúsin sem leggst á eldislaxinn er meiriháttar vandamál í fiskeldi í Noregi. Beitt er lyfjum til þess að reyna að losna við lúsina en einnig hefur verið reynt að láta varafisk (leppefisk) éta lúsina af laxinum.

Þá hefur verið um það rætt að e.t.v. þurfi að grípa til þeirra ráða að grisja laxinn í eldiskvíunum og reisa girðingar. Það myndi hafa í för með sér samdrátt í framleiðslu eða að minnsta kosti minni aukningu en ella hefði orðið.

Laxalús er alþekkt á laxi í sjó, einnig villtum laxi.