sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

25% minna aflaverðmæti fyrstu tvo mánuði ársins

16. maí 2008 kl. 10:56

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 11,7 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2008 samanborið við 15,6 milljarða á sama tímabili 2007. Aflaverðmæti hefur dregist saman um 3,9 milljarða eða 25,1% milli ára.

Aflaverðmæti febrúarmánaðar nam 6,9 milljörðum en í febrúar í fyrra var verðmæti afla 9,8 milljarðar.  Aflaverðmæti botnfisks var í lok febrúar orðið 9,5 milljarðar miðað við 10,7 milljarð á sama tíma árið 2007 og er því um 11,3% samdrátt að ræða. Verðmæti þorskafla var 4,9 milljarðar og dróst saman um 20,8%. Aflaverðmæti ýsu nam 2,5 milljörðum, sem er 14,2% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 48,6%, var 694 milljónir.

Verðmæti flatfiskafla nam 514 milljónum og dróst saman um 27,2%. Aflaverðmæti uppsjávarafla dróst saman um 60% og nam 1,7 milljörðum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam rúmum 900 milljónum fyrstu tvo mánuði ársins samanborið við rúma 3,5 milljarða á sama tíma árið 2007. Verðmæti afla, sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands, var 4,3 milljarðar króna, sem er samdráttur um 3,0 milljarða eða 40,9%.

Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 15,6%, var 2,3 milljarðar. Aflaverðmæti sjófrystingar var 3,2 milljarðar og dróst saman um 16,6% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 1,5 milljörðum sem er 11,4% aukning.

Nánari upplýsingar eru á vef Hagstofu Íslands, sjá HÉR.