laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

25 þúsund sjómenn farast árlega við störf sín

3. mars 2011 kl. 12:00

Bátar í höfn í Afríku. (Mynd: Guðjón Einarsson)

Sjómennska er hættulegasta starf í heimi

Sjómennska er hættulegasta starf í heimi samkvæmt tölum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO, einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Talið er að um 25 þúsund sjómenn farist árlega við fiskveiðar og tengd störf. Langflest eru dauðsföllin í þróunarlöndunum enda er öryggismálum þar víða mjög ábótavant, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Sverrir Konráðsson, sérfræðingur hjá Siglingastofnun, segir í samtali við Fiskifréttir að öryggismál séu víða í ólestri í heiminum og þar væri slysaskráningin líka ónákvæmust og víða engin. Talan um dauðsföll sjómanna er sláandi og allir sem láta sér annt um öryggi þeirra hafa verulegar áhyggjur af stöðunni. 25.000 á ári jafngildir því að 69 fiskimenn látist af slysförum á hverjum degi alla daga ársins.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttir.