laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

26% aukning í verðmætum hjá Norðmönnum

10. maí 2016 kl. 15:30

Laxeldi er í mikilli sókn á Íslandi og er jafnframt umdeilt.

Fluttu út sjávarafurðir fyrir 432 milljarða kr. fyrstu fjóra mánuðina

Útflutningsverðmæti á norskum sjávarafurðum fyrstu fjóra mánuði ársins námu 28,8 milljörðum norskra króna, 432 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 26% aukning miðað við fyrstu fjóra mánuði 2015.

Sem fyrr er það eldisfiskur, lax og hvítfiskur eins og þorskur, sem standa undir mestri verðmætaaukningunni. Sala á eldislaxi jókst þannig um 40% á laxi í apríl og útflutningur á eldissilungi jókst um yfir 100%.

Geir Håvard Hanssen, yfirmaður upplýsingamála hjá norska sjávarútvegsráðinu, segir sprengingu í útflutningsverðmætum. Magn útflutnings á sjávarafurðum sé lítið eitt minni fyrstu fjóra mánuðina ársins miðað við sama tíma í fyrra en verðmætaaukningin nemi 5,9 milljörðum norskra króna, um 88,5 milljörðum íslenskra króna.

„Ástæðan er mikil eftirspurn og hátt verð á norskum sjávarafurðum auk þess sem gengi norsku krónunnar heldur áfram að vera útflutningsgreinunum hagstætt,“ segir Hanssen.

Það sem af er árinu hefur meðalverð á norskum eldislaxi verið rúmar 852 íslenskar kr. en var 628 kr. yfir sama tímabil í fyrra.

 

Fyrstu fjóra mánuði ársins voru útflutningsverðmæti eldislax um 273 milljarðar sem er aukning upp á 55,5 milljarða kr. frá fyrra ári, eða 25%.