miðvikudagur, 1. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

27 togarar fóru yfir milljarð í aflaverðmæti

1. september 2011 kl. 13:33

Guðmundur í Nesi RE. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Guðmundur í Nesi RE skilaði mestu aflaverðmæti botnfisktogara á árinu 2010

Frystitogarinn Guðmundur í Nesi RE skilaði mestu aflaverðmæti botnfisktogara á árinu 2010 eða 2.127 milljónum króna (fob). Klakkur SH varð hins vegar hæstur ísfisktogara en aflaverðmæti hans var 1.142 milljónir króna.

Alls komust 27 skuttogarar á botnfiskveiðum yfir einn milljarð króna í aflaverðmæti á árinu 2010, samkvæmt samantekt Fiskifrétta sem byggð er á nýbirtum gögnum Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti á árinu 2010. Þetta er 5 togurum fleira en á árinu 2009.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.