föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

280 milljarða aflaverðmæti norskra skipa 2012

3. maí 2013 kl. 09:00

Norskur frystitogari

Samdráttur í aflaverðmæti frá árinu 2011

Aflaverðmæti norskra skipa á árinu 2012 var 14 milljaðar NOK sem jafngildir rúmum 280 milljörðum íslenskra króna. Hér er um nokkurn samdrátt að ræða frá árinu 2011 en þá var aflaverðmætið 16 milljarðar NOK, að því er fram kemur í skýrslu frá norsku fiskistofunni.

Aflaverðmæti uppsjávarfisks lækkaði nokkuð og var innan við 6 milljarðar NOK. Ástæðan er minni veiði og verðlækkun á makríl.

Hagur norska flotans hefur verið góður en árið 2011 var framlegðin um 22%. Bent er á í skýrslunni að árið 1985 hafi opinberir styrkir til norskra fiskiskipa numið 1,2 milljörðum NOK (24 milljörðum ISK) en árið 2012 voru styrkirnir 51 milljón (um 1 milljarður ISK).

Í fyrra voru norsk fiskiskip um 6.200 og sjómenn 12 þúsund.