þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

30 íslensk fyrirtæki komin með MSC rekjanleikavottorð

1. nóvember 2012 kl. 12:35

MSC umhverfismerkið

Geta notað MSC umhverfismerkið á vörur sínar.

 

Nú hafa 30 fyrirtæki á Íslandi fengið rekjanleikavottun (Chain of custody) samkvæmt staðli MSC. Þetta er bæði framleiðslu, útflutnings og alþjóðaverslunarfyrirtæki með sjávarafurðir.  

Að sögn Gísla Gíslasonar starfsmanns MSC á Íslandi hefur  síðustu mánuði orðið jöfn fjölgun fyrirtækja sem sækja um rekjanleikavottun.  Þeir aðilar sem hafa slíka vottun geta notað umhverfismerki MSC og selt vöruna sem MSC vottaða sé fiskurinn úr  MSC-vottuðum fiskveiðum. Hér á landi eru í dag þorsk og ýsuveiðar vottaðar samkvæmt fiskveiðistaðli MSC og einnig eru í aðalmati síldveiðar Íslendinga.  

Á vef MSC er listi yfir íslensku fyrirtækin sem eru með rekjaleikavottunina. Listann má sjá með því að haka við Iceland og ýta á leitartakkann á þessari síðu HÉR