þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

52 þúsund tonn af makríl veiddust við Austur-Grænland

21. október 2013 kl. 09:09

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Meginaflinn féll í hlut skipa á vegum Polar Seafood en skip Royal Greenland veiddu 10 þúsund tonn

Árið 2013 var heildarkvóti á makríl við Austur-Grænland vegna tilraunaveiða 65.000 lestir en alls veiddust um 52.000 lestir í sumar, að því er fram kemur í frétt á vef Evrópuvaktarinnar.

Aflanum var annaðhvort landað á Íslandi eða beint um borð í frystiskip á miðunum. 

Í tilkynningu frá grænlenska fyrirtækin Royal Greenland um veiðar á makríl á árinu 2013 segir að félagið hafi átt hlut að makrílveiðunum með leigu á kínversku skipi auk þess sem nokkur íslensk skip hafi veitt á grundvelli leyfa til útgerða með tengsl við Royal Greenland. Þá hafi tveir grænlenskir togarar Tuugaalik og Timmiarmiut, sem báðir tengist Royal Greenland, tekið þátt í tilraunaveiðunum. Vonar félagið að það geti nýtt eigin skip til veiðanna þegar fram líða stundir. Skip Royal Greenland veiddu um 10.000 lestir. 

Meginaflinn féll í hlut Polar Seafood en einnig fengu önnur útgerðarfélög með tengsl við Grænland nokkurn afla í sinn hlut.