fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

6,5 milljarðar á ári fyrir Marokkóveiðar

11. desember 2013 kl. 08:00

Spænskir bátar í höfn í Marokkó.

Evrópuþingið samþykkir nýjan fiskveiðisamning landanna.

Í dag náðist samkomulag í Evrópuþinginu um nýjan fiskveiðisaming ESB og Marokkó eftir tveggja ára samningsleysi. 

Nýi samningurinn heimilar að 126 skip frá 11 aðildarríkjum ESB að veiða í lögsögu Marokkó. Fyrir veiðiheimildirnar greiðir ESB 30 milljónir evra á ári eða jafnvirði 4,9 milljarða íslenskra króna. Þar til viðbótar koma 10 milljónir evra, jafnvirði 1,6 milljarða ISK, sem útgerðir skipanna borga, þannig að í heild kosta veiðiheimildirnar 6,5 milljarða. 

Veiðiheimildirnar eru auknar um þriðjung frá fyrra samningi, aðallega vegna þess að nú verður leyfilegt að veiða 80.000 tonn af bræðslufiski í stað 60.000 tonna áður. 

Af þeim 126 skipum sem fá veiðileyfi eru um eitt hundrað frá Spáni. 

Ekki voru allir þingmenn Evrópuþingsins hrifnir af samningum því hann var samþykktur með 310 atkvæðum gegn 204, en fjarstaddir voru 49 þingmenn. 

Frá þessu er skýrt á sjávarútvegsvefnum fis.com