föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

79 hrefnur hafa veiðst á vertíðinni

17. september 2009 kl. 12:00

Brátt sér fyrir endann á hrefnuvertíðinni á þessu sumri. Alls hafa veiðst 79 hrefnur, þar af hefur Jóhanna ÁR veitt 67 dýr, Hafsteinn SK sjö dýr, Sæljós GK fjögur dýr og Sproti SH eina hrefnu, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.

Hrefnuveiðar munu halda áfram út september. Jóhanna ÁR hættir veiðum um næstu helgi og Halldór Sigurðsson ÍS tekur við af henni.

Í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag er rætt við Konráð Eggertsson formann Félags hrefnuveiðimanna um veiðarnar í sumar,óvissuna framundan og óánægju félagsmanna með það hvernig stjórnvöld hafa haldið á þessum málum.