þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

1,3 milljónir tonna af mjöli frá Perú

16. mars 2012 kl. 08:33

Ansjósa er mikilvægasti bræðslufiskurinn í Perú.

Kínverjar kaupa yfir helminginn af mjölinu

Perú er stærsti framleiðandi fiskimjöls í heiminum. Áætlað er að 1,3 milljónir tonna af mjöli verði fluttar út þaðan á þessu ári.

Á síðasta ári nam heildarafli bræðslufisks í Perú um 6 milljónum tonna sem var 10% aukning frá árinu áður. Stærsti markaðurinn fyrir fiskimjöl frá Perú er Kína en þangað fóru 58% mjölframleiðslunnar. Þar á eftir kom Þýskaland með 9% og svo Japan með 7%.

Verðmæti útflutts fiskimjöls frá Perú nam 1,8 milljörðum bandaríkjadala í fyrra, jafnvirði 230 milljarða íslenskra króna. Meðalverð var 1.365 dollarar tonnið.

Veiðum Perúmanna er stjórnað með kvótakerfi þar sem kvótunum er skipt á skip og verksmiðjur.
Sjávarútvegsvefurinn fis.com skýrir frá þessu.