sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áætlað veiðigjald 9 milljarðar á næsta fiskveiðiári

5. desember 2011 kl. 10:57

Vestmannaeyjar

Útgerðir í Vestmannaeyjum greiddu 421 milljón króna í veiðigjald á síðasta fiskveiðiári.

Áætlað er að veiðigjald hækki úr 4,5 milljörðum króna á yfirstandandi fiskveiðiári í 9,1 milljarð króna á því næsta miðað við núverandi forsendur um afla og framlegð og þau áform sem kynnt hafa verið í fjárlagafrumvarpi um hækkun gjaldsins.

Þetta kemur fram í svari Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar á Alþingi. Þar segir einnig að miðað við að hlutfall veiðigjalds af reiknaðri framlegð hækki úr 13,3% í 27% megi gera ráð fyrir að veiðigjald fiskveiðiársins 2012/13 hækki úr 9,46 kr. á þorskígildiskíló í 19,21 kr.

Í svar ráðherrans kemur ennfremur fram að útgerðir í Vestmannaeyjum hafi greitt hæsta veiðigjaldið á síðasta fiskveiðiári eða 421milljón króna. Næst á eftir komu Reykjavík (389 m.kr.), Grindavík (221 m.kr.), Akureyri (154 m.kr.) og Akranes (168 m.kr.).
Sjá ítarlega svar á vef Alþingis.