sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áberandi meira af smáhumri í ár

6. apríl 2017 kl. 09:00

Humar

Loksins von um betri nýliðun eftir langvarandi hnignun stofnsins.

„Góðu fréttirnar af byrjun humarvertíðarinnar að þessu sinni eru þær að nú er áberandi meira af smáhumri en verið hefur undanfarin ár. Þótt ekki sé sérstaklega gaman að veiða smáhumarinn er ánægjulegt að vita að hann sé til. Það gefur vonir um batnandi nýliðun.“

Þetta sagði Einar Guðnason skipstjóri á Jóni á Hofi ÁR þegar Fiskifréttir náðu tali af honum nú í byrjun vikunnar. „Það var farið að valda okkur öllum mjög miklum áhyggjum hversu lítið hefur verið af smáhumri í aflanum síðustu árin en nú virðist vera orðin einhver breyting á,“ sagði Einar. 

Humarstofninn hefur farið minnkandi undanfarin ár og kvótinn þar með einnig. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í morgun.