þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalsteinn Jónsson SU á landleið með fullfermi

28. ágúst 2015 kl. 10:53

Aðalsteinn Jónsson SU (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Frystingu hætt og stöðugildi deilast niður á mannskapinn

Aðalsteinn Jónsson SU er á landleið með fullfermi af makríl sem fékkst í Síldarsmugunni. Daði Þorsteinsson skipstjóri segir óhemjumikið af makríl á þessu svæði.

Daði sagði að mesti aflinn hefði fengist norðarlega í Síldarsmugunni. Ráðgerir hann að landa á Eskifirði í kvöld.

 

Frystingu hefur verið hætt um borð í Aðalsteini Jónssyni, eins og kom fram í Fiskifréttum í gær. Þar var einnig sagt að af þeim sökum hefði átta manns í áhöfn verið sagt upp. Svo mun þó ekki vera heldur deilast þau stöðugildi sem eftir eru á skipinu niður á allan mannskapinn sem hefur verið í áhöfninni.