mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðeins eitt tonn af loðnu á skiptimarkaðnum

19. mars 2012 kl. 09:47

Loðna í lófa

Rækjubátur í Ísafjarðardjúpi þurfti kvóta fyrir meðafla.

Fyrr í mánuðinum auglýsti Fiskistofa eftir tilboðum í aflamark í 339 tonnum af loðnu og 2 tonnum Flæmingjarækju í skiptum fyrir aflamark í þorski, ýsu, ufsa og/eða steinbít. Einungis barst eitt tilboð í eitt tonn af loðnu.

Það var Aldan ÍS frá Ísafirði sem gerði tilboðið í loðnuna og lét 100 kíló af ufsakvóta í skiptum. Meðalverðið á loðnukvótanum var 14,19 kr/kg, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Aldan ÍS stundaði innfjarðarækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og fékk loðnuna sem meðafla við þær veiðar.