þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðeins 7 útgerðir enn starfandi af 25 stærstu kvótahöfum 1984

29. október 2010 kl. 15:26

Aðeins takmarkaður hluti aflahlutdeildar frá því  kvótakerfið var tekið upp árið 1984 er enn í eigu upphaflegra kvótahafa. Ný fyrirtæki hafa komið fram og önnur eldri stóraukið hlut sinn, ýmist með kvótakaupum eða sameiningu fyrirtækja, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Aðeins sjö útgerðir af 25 stærstu útgerðum árið 1984 eru enn starfandi sem ráðandi aðili. Sumar þeirra hafa breytt um nafn. Þetta eru Síldarvinnslan, Útgerðarfélag Skagfirðinga (nú FISK Seafood), Ögurvík, Hraðfrystihús Eskifjarðar (nú Eskja), Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar (nú Loðnuvinnslan), Bergur-Huginn og Þormóður rammi (nú Rammi). Öll þessi félög nema eitt eru á lista yfir 25 stærstu útgerðir í ár.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.