þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ævintýralegt fiskirí í skötuselsnetin

22. september 2016 kl. 13:41

Skötuselur greiddur úr netum um borð í Glófaxa á dögunum. (Mynd: Benóný Benónýsson).

Glófaxi VE fékk 60 tonn á rúmri viku í utanverðu Ísafjarðardjúpi.

„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ræddu við hann 15. september. Þá var sem sagt aðeins rúm vika frá því að lagt var í fyrsta sinn en netin liggja þrjá til fjóra sólarhringa í sjó milli vitjana. 

„Ég hef aldrei verið í svona miklu fiskiríi á skötusel áður. Þegar við rérum fyrir mörgum árum fyrir sunnan land, úti af Víkinni og austur af Eyjum, voru við alsælir með að fá 100 seli í trossu en núna hafa oft komið 400-500 selir í 35 neta trossu, mest tæp fimm tonn,“ segir Jóhann. 

Skötuselskvótinn hefur verið skorinn hressilega niður á undanförnum árum. Hann komst á tímabili í 3.000 tonn, var 1.000 tonn á nýliðnu fiskveiðiári og er nú aðeins rúm 700 tonn.

Sjá nánar umfjöllun í máli og myndum í nýjustu Fiskifréttum.