fimmtudagur, 27. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afhenda sjötta togvindukerfið til rússneskrar útgerðar

3. júní 2019 kl. 10:33

Rússneski verksmiðjutogarnn Kapitan Kolesnikov. Aðsend mynd

Kaupandi kerfisins er Polar Bear Enterprice en þeir eru rekstraraðilar skipsins. Eigandi þess er JSC Gidrostroy á Sakalin eyjum í Okhotsko hafi.

Nýverið afhenti Naust Marine nýtt ATW togvindukerfi í rússneska verksmiðjutogarann Kapitan Kolesnikov. Skipið var byggt árið 1988 og er 114 metra langt. 

Frá þessu segir á heimasíðu fyrirtækisins. 

Í skipinu var fyrir togvindustjórnun með Ward Leonard rafölum sem voru plássfrekir og var búnaðurinn almennt orðinn viðhaldsfrekur. Nýi Naust Marine búnaðurinn samanstendur af togvindudrifum, 370 kW mótorum fyrir togvindur og harmonískum filterum sem minnka truflanir í rafkerfi skipsins. Búnaðurinn mun einfalda verulega togvindustjórnun í skipinu.

Kaupandi kerfisins er Polar Bear Enterprice en þeir eru rekstraraðilar skipsins. Eigandi þess er JSC Gidrostroy á Sakalin eyjum í Okhotsko hafi.

Þetta er sjötta Naust Marine kerfið sem útgerðin kaupir fyrir flota sinn enda hefur hún verið verulega ánægð með ATW kerfin og þá þjónustu sem Naust Marine hefur veitt þeim í gegnum tíðina.

Kerfið verður nettengt og geta tæknimenn Naust Marine því ávallt tengst því og leiðbeint áhöfn og aðstoðað við bilanaleit ef þess þarf.

Kerfið verður sett niður í skipið í Busan, Suður-Kóreu, á næstu vikum.