föstudagur, 14. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti í ágúst 8,2% minna

30. nóvember 2017 kl. 09:10

Flatfiskur.

Á 12 mánaða tímabili frá september 2016 til ágúst 2017 nam aflaverðmæti íslenskra skipa 110,8 milljörðum króna, sem er 19,5% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst voru tæplega 11,9 milljarðar króna sem er 8,2% minna en í ágúst 2016. Aflamagnið var tæplega 120 þúsund tonn sem er sama magn og í ágúst 2016.

Verðmæti botnfiskaflans í ágúst nam 6,8 milljörðum króna sem er 2,4% aukning miðað við ágúst 2016. Þar af var verðmæti þorsks rétt rúmir 4 milljarðar sem er 6,5% verðmætaaukning. Verðmæti karfa var rúmur milljarður króna sem er 18,3% hærra en í ágúst í fyrra.

Aflaverðmæti uppsjávartegunda nam tæpum 3,7 milljörðum samanborið við 4,9 milljarða í ágúst 2016, 24% samdráttur.

Verðmæti flatfiskafla var 1,1 milljarður króna sem er um 11% aukning miðað við ágúst í fyrra. Verðmæti skelfiskafla voru tæpar 286 milljónir samanborið við 431 milljón í ágúst 2016.

Á 12 mánaða tímabili frá september 2016 til ágúst 2017 nam aflaverðmæti íslenskra skipa 110,8 milljörðum króna, sem er 19,5% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.