mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti íslenskra skipa minnkar milli ára

17. júlí 2008 kl. 12:09

Aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu fjórum mánuðum ársins nam 30,6 milljörðum króna en var 32,7 milljarðar á sama tímabili árið 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Í apríl nam aflaverðmætið 8,4 milljörðum en var 7,6 milljarðar í apríl 2007.

Aflaverðmæti botnfisks á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var 24,2 milljarðar króna. Verðmæti þorskafla var 13 milljarðar og ýsuafla 5,7 milljarðar. Ufsaaflinn var að andvirði 1,4 milljarða.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu til útgerða til vinnslu innanlands nam 13,1 milljarði króna en var 11 milljarða í fyrra. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam 5,3 milljörðum og aflaverðmæti sjófrystingar nam 8,1 milljarði.