fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afli sérúthlutana verði seldur á fiskmörkuðum

15. júní 2012 kl. 12:16

Þorskur í ís.

Stjórnendur íslenskra fiskmarkaða óttast afleiðingar fiskveiðilagafrumvarpsins.

Framkvæmdastjórar Fiskmarkaðar Íslands, Fiskmarkaðar Suðurnesja og Reiknistofu fiskmarkaða óttast að boðaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða muni leiða til samdráttar í fiskframboði á mörkuðunum. 

Í athugasemd sem þeir hafa sent frá sér segir m.a.: 

,,Með pottum og byggðakvóta, þar sem fiski er vísað fram hjá eðlilegri verðmyndun, er vegið að starfssemi fiskmarkaðanna. 

Samkvæmt fjölmörgum úttektum og álitsgerðum um frumvörpin kemur fram að þau muni hafa hvað neikvæðust áhrif á tiltekin útgerðarflokk þ.e. minni og meðalstórar útgerðir sem ekki eiga beina aðild að fiskvinnslu.  Þessar útgerðir eru og hafa verið þau fyrirtæki sem hafa lagt til drjúgan hluta þess afla sem seldur er á íslenskum fiskmörkuðum.

Undirritaðir gera það að tillögu sinni að allur fiskur sem veiddur er af kvóta úthlutuðum til rannsókna, fræðslu, strandveiða, sjóstangveiðimóta og frístundaveiða fari skilyrðislaust til uppboðs á fiskmarkaði. 

Sjá ályktunina í heild HÉR.