sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflinn í október varð 91 þúsund tonn

11. nóvember 2008 kl. 15:48

Heildaraflinn í október var 91.408 tonn. Það er tæplega 7 þúsund tonnum minni afli en í október 2007 en þá var aflinn 98.132 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Samdráttur í afla stafar af því að veiðar íslensku sumargotssíldarinnar fóru hægar af stað í ár en í fyrra. Einnig veiddist minna af norsk-íslensku síldinni í nýliðnum október en í október 2007

Botnfiskaflinn í október 2008 var 41.413 tonn en botnfiskaflinn var 37.899 tonn í október 2007.

Uppsjávarafli í október 2008 var mun minni en á sama tíma í fyrra. Engin loðnuveiði var í október og kolmunnaaflinn var aðeins 417 tonn sem er svipað og í október 2007. Síldaraflinn dróst svo saman um rúmlega 10 þúsund tonn eins og áður sagði.

Heildarafli ársins 2008 var í lok október 1.077.775 tonn. Á sama tíma í fyrra var aflinn 1.214.285 tonn.

Meiri upplýsingar um aflann í október og stöðu aflaheimilda eru á vef Fiskistofu: Aflatölur Fiskistofu