laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áfram hlýtt í sjónum

3. júní 2010 kl. 13:58

Í vorleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar sem lauk 28. maí kom í ljós að hiti og selta voru yfir langtímameðaltali umhverfis landið. Hiti í Austur-Íslandsstraumi var heldur lægri en verið hefur síðustu árin.

Vorkoma gróðurs virðist hafa orðið snemma í ár og vorblóminn því víða yfirstaðinn á grynnstu stöðvunum við landið. Í heild var átumagn við landið í vorleiðangri um eða yfir meðallagi.

Leiðangurinn var farinn á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunarinnar,HÉR