fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afríka vaxandi markaður fyrir norskan fisk

16. desember 2013 kl. 10:00

Norsk skreið.

Norðmenn fluttu út sjávarafurðir fyrir 24 milljarða ISK til Afríku árið 2012

Bættur efnahagur í mörgum Afríkuríkjum hefur leitt til þess að Afríka er sífellt mikilvægari fyrir norskan útflutning. Á síðustu tólf árum hefur útflutningur til Afríku frá Noregi fjórfaldast, að því er fram kemur á vef norsku rannsóknastofnunarinnar Nofima

Árið 2005 fluttu Norðmenn út 15 þúsund tonn af sjávarafurðum til Afríku fyrir um 291 milljón króna (5,5 milljarða ISK). Árið 2012 var útflutningurinn kominn í 80 þúsund tonn að verðmæti 1,26 milljarðar (um 24 milljarðar ISK).

Í Afríku er 56 þjóðir. Norðmenn selja sjávarafurðir til 36 þessara þjóða. Sex stærstu markaðirnar taka við 91% af þeim sjávarafurðum sem fluttar er til Afríku miðað við verðmæti. Norðmenn flytja út sjávarafurðir fyrir meira en 100 milljónir bæði til Nígeríu og Egyptalands. Nígería er stærsti markaðurinn.

Síld og ufsi eru mikilvægustu tegundirnar sem Norðmenn hafa selt til Afríku á árunum 2000 til 2012. Nokkrar sveiflur eru í sölu á síldinni til Afríku þar sem kvótasamdráttur hefur leitt til hærra verðs sem Afríka er ekki tilbúin til að greiða.  

Aðallega er um að ræða þurrkaðar og frystar afurðir sem fara frá Noregi til Afríku. Stór hluti af framleiðslu á söltuðum þurrkuðum ufsa fer til Afríku.