þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aftur leitað að loðnu á austursvæði

9. febrúar 2016 kl. 07:56

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.

Bæði rannsóknaskipin halda austur fyrir land.

Veiðar ganga vel á loðnu fyrir austan land að sögn Norðmanna sem þar eru á veiðum um þessar mundir. Loðnuleit Hafrannsóknarstofnunnar mun halda áfram þar til skip hennar hafa rannsakað austursvæðið betur, að því er fram kemur á vef RÚV.

Skipstjóri segir djúpt á loðnunni og erfitt að ná henni í nót. Örfá íslensk skip hafa haldið til veiða enn sem komið er en útgerðirnar bíða þess að hrognafylling hennar aukist. Norðmenn mega veiða 58 þúsund tonn af loðnu í íslenskri landhelgi og eru senn hálfnaðir með sinn hluta kvótans.

Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar, Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson, mættust  síðdegis í gær fyrir norðan land og hefur verið ákveðið að þau haldi austur fyrir land til að halda leitinni áfram. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar sviðstjóra nytjastofnasviðs er óvissan í þeim mælingum sem þegar hafa farið fram of miklar til þess að ákvarða aftur um stofnstærðina. Það verði gert að lokinni frekari leit fyrir austan.