þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ágætar söluhorfur en afli í lágmarki

15. september 2016 kl. 09:00

Síld

Síldaraflinn innan við þriðjungur þess sem hann var fyrir átta árum.

Horfur á sölu síldar á  komandi vertíð eru ágætar, þrátt fyrir lokun Rússlandsmarkaðar. Meginástæðan er minnkandi framboð af síld, bæði héðan né frá nágrannalöndunum. 

„Enda þótt verð hafi ekki lækkað í kjölfar innflutningsbanns Rússa  hefur bannið að sjálfsögðu áhrif að því leyti að verðið hefði væntanlega orðið enn hærra samfara minnkandi framboði ef viðskiptin við Rússland hefðu verið eðlileg,“ segir Hermann Stefánsson framkvæmdastjóri Iceland Pelagic í viðtali í nýjustu Fiskifréttum. 

Síldarafli Íslendinga hefur hríðminnkað síðustu árum. Hann var 354.000 tonn árið 2008 samtals úr norsk-íslenska síldarstofninum og þeim íslenska. Í ár mega Íslendingar veiða samtals 111.000 tonn eða innan við þriðjung þess sem veitt var fyrir átta árum. 

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.