þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aldrei séð annað eins af þorski

25. febrúar 2011 kl. 11:00

Ebbi AK. (Mynd: Jón Páll Ásgeirsson.

Ekki jafnmikið af þorski í Faxaflóa og nú í áratugi

Góð þorskveiði hefur verið í Faxaflóa frá áramótum. Smábáturinn Ebbi AK er nú að klára kvótann á fiskveiðiárinu, bæði vegna þess að kvótinn á bátnum er lítill eftir miklar skerðingar undanfarinna ára og hins hvað vel hefur veiðst.

,,Þorskveiðin hefur verið afspyrnugóð og nú erum við svo góðu vanir að við verðum svekktir ef aflinn fer undir 200 kíló á balann að meðaltali,“ sagði Eymar Einarsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Ebba AK, í samtali við Fiskifréttir er rætt var við hann um aflabrögðin.

Eymar sagði að þorskveiðin í Faxaflóa hefði farið stigvaxandi síðustu 5 árin. ,,Ég hef róið hér á bátum á þessi hefðbundnu mið okkar allt frá árinu 1967 og ég get alveg fullyrt með góðri samvisku að frá því ég byrjaði að róa þá hef ég aldrei séð annað eins af fiski og nú,“ sagði Eymar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.