föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allt of margir með umframafla

5. maí 2021 kl. 08:00

Leyfilegt er koma með 650 þorskígildi að landi í hverjum róðri, sem svarar til 774 kg af óslægðum þorski.

Umframafli telur eins og annar afli sem gagnast sjómönnum ekkert þar sem virði hans rennur í ríkissjóð.

233 bátar lönduðu alls 164 tonnum á fyrsta degi strandveiða 2021.  Langmest þorskur 158 tonn eða 96% aflans.

Frá þessu segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þar segir jafnframt:

„Því miður gættu margir ekki að sér og veiddu umfram það sem leyfilegt er 650 þorskígildi, sem svarar til 774 kg af óslægðum þorski. Það gengur að sjálfsögðu ekki.  Virða verður leikreglur enda telst allur afli inn í pottinn og minnkar það sem kemur í hlut hvers og eins.“