fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árangurslaus makrílfundur í London

31. maí 2010 kl. 12:32

Enginn árangur varð af samningaviðræðum í London um helgina um stjórn veiða úr makrílstofninum, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna. Fundinn sóttu fulltrúar strandríkjanna sem hlut eiga að máli, Noregs, Íslands, Evrópusambandsins og Færeyja, auk Rússlands.

Audun Maråk formaður norsku útvegsmannasamtakanna sem sat fundinn segir að vel líklegt sé að makríllinn hverfi úr íslenskri lögsögu aftur eftir 2-3 ár eins og gerðist með kolmunnann á sínum tíma. Skoðun bæði norskra stjórnvalda og norskra útvegsmanna sé sú að viðvera makrílsins í lögsögum einstakra ríkja skuli lögð til grundvallar við skiptingu kvótans.

,,Það dugar ekki að horfa til síðustu tveggja ára í þessu sambandi. Það verður að horfa til tíu ára tímabils,” segir Maråk og bætti því við að Norðmenn og Evrópusambandið væru sammála um að kröfur Íslands og Færeyja hvað varðar hlut í makrílstofninum séu algjörlega óraunhæfar.”