þriðjudagur, 14. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ástand síldar í Kolgrafafirði í jafnvægi

31. desember 2013 kl. 11:57

Síldveiðar í Kolgrafafirði. (Mynd Alfons Finnsson)

Frekari úthlutun veiðiheimilda í firðinum hætt.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að frekari úthlutun síldveiðiheimilda í Kolgrafafirði verði hætt en ráðuneytið heimilaði hinn 22. nóvember síðastliðinn síldveiðar smábáta í firðinum, allt að 1.300 tonnum, á þeirri forsendu að veiðarnar gætu bjargað verðmætum, enda voru þá umtalsverðar líkur taldar á að ákveðinn hluti síldar innan brúar væru dauðvona sbr. reynslu sl. vetrar.

Í frétt á vef ráðuneytisins segir:

"Nú er komið fram að Hafrannsóknastofnun telur að hvorki súrefnisstaða né magn síldar innan brúar í Kolgrafafirði kalli á sérstakar aðgerðir og telur því eðlilegast að veiðar úr stofninum lúti almennri fiskveiðistjórnun þar sem tekið er mið af ráðgjöf. Stofnunin mun eftir sem áður fylgjast náðið með súrefnismettun í firðinum og mun auk þess fara til síldarmælinga í janúar 2014, þannig að ný gögn um stofnstærð og dreifingu síldar liggi þá fyrir. Jafnframt er síldin komin í vetrardvala og allt óþarfa skark hennar að lifa af veturinn."

Síðan segir að með hliðsjón af framangreindri ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar hafi ráðuneytið ákveðið að stöðva frekari úthlutun á síld í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar frá í nóvember.Tekið er skýrt fram að þær aflaheimildir í síld sem þegar hefur verið úthlutað fram að þessu samkvæmt reglugerðinni í nóvember og kunna að vera  ónýttar, halda gildi sínu og verður hægt að nýta þótt nýjum úthlutunum sé hætt.