laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Átta efstu útgerðirnar fiskuðu fyrir 73 milljarða

15. janúar 2016 kl. 11:06

Loðnuveiðar á Breiðafirði á síðustu vertíð. (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson)

7,5 milljarða aukning frá fyrra ári.

Skip þeirra átta útgerða sem skiluðu mestu aflaverðmæti á liðnu ári veiddu fyrir samtals rúmlega 73 milljarða króna. Það er 11,5% meira en árið 2014 þegar aflaverðmæti sömu útgerða nam tæplega 66 milljörðum króna. Mismunurinn var um 7,5 milljarðar króna sem stafar að stórum hluta af mun meiri loðnuafla en árið á undan. 

Eins og áður skiluðu skip HB Granda langmestu aflaverðmæti einstakra útgerða eða 16,7 milljörðum króna. Samherji varð í öðru sæti með 12,7 milljarða í aflaverðmæti, Síldarvinnslan þriðja í röðinni með 10,6 milljarða og Brim í fjórða sæti með 10 milljarða. 

Sjá ítarlega úttekt á afla og aflaverðmæti skipa átta efstu útgerðanna í nýjustu Fiskifréttum.