þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Átta hnífar á lofti í einu

17. febrúar 2011 kl. 11:00

Símon Sotachai Sverrisson, handflakari hjá Hafgæðum, er með fljótustu flökurum í heimi.

Listin að handflaka fisk er á undanhaldi

Listin að handflaka fisk er á hröðu undanhaldi í íslenskri fiskvinnslu. Vélarnar hafa víðast tekið yfir. Sex handflakarar starfa hjá Hafgæðum sf. og þar eins og víðast annars staðar eru Íslendingar í miklum minnihluta, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.

Í blaðinu er rætt við Guðmund Birgisson, framkvæmdastjóra Hafgæða, um stöðu handflökunar. ,,Allir sem eru sæmilega lagnir geta orðið góðir flakarar með tímanum. Góður flakari er fljótur að vinna og skilar flökunum heilum. Kúnstin við að flaka fisk felst í lagni en ekki kröftum og það klikka margir á því til að byrja með,“ segir Guðmundur.

Einnig er rætt við Símon Sotachai Sverrisson handflakara hjá Hafgæðum en hann hefur unnið við flökun í sjö ár. Samstarfsmenn Símonar segja að hann sé ótrúlega fljótur að flaka og að öllum líkindum fljótasti flakari í heimi. Þegar mest gangi á sé eins og átta hnífar séu á lofti í einu. Símon er sjálfur hógværari og segist bara flaka tonn á dag.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.