þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin fiskneysla í Noregi

11. júlí 2011 kl. 12:00

Fiskmáltíð

Hver Norðmaður borðar um 18 kíló af fiski að meðaltali á ári

Noregur er ekki einasta einn stærsti útflytjandi sjávarafurða í heiminum heldur borða Norðmenn sjálfir sífellt meira af því sem þeir veiða, að því er fram kemur á vefnum fishupdate.com.

Samkvæmt nýjum tölum borðaði sérhver Norðmaður um 18,1 kíló af sjávarafurðum að meðaltali á síðasta ári. Þetta er um 4,5% aukning frá árinu áður. Megnið af sjávarafurðunum eru unnir fiskréttir, seldir í stórmörkuðum en snæddir í heimahúsum. Greinilegt er að salan eykst eftir því sem þægindin við meðhöndlun fiskafurða verða meiri.

Í heild sporðrenndu Norðmenn 85 þúsund tonnum af sjávarafurðum fyrir um sex milljarða norskra króna á síðasta ári.