mánudagur, 30. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukinn útflutningur á skoskum eldislaxi

17. ágúst 2011 kl. 09:44

Lax

37% aukning á fyrstu fimm mánuðum ársins

Skoskt laxeldi hefur sett enn eitt metið í útflutningi, að því er fram kemur á vef BBC. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið flutt út 35 þúsund tonn af laxaafurðum frá Skotlandi sem er 37% aukning frá sama tíma í fyrra.

Skosk stjórnvöld segja mikilvægt að þessi nýi vaxtarsproti í skoskum sjávarútvegi nái að eflast enn frekar. Á síðasta ári námu  laxaafurðir 36% af verðmæti matvælaútflutnings frá Skotlandi. Á sama tíma bauð greinin upp á kærkomin ný atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins sem eiga undir högg að sækja