laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bandaríkin mæla með fiskneyslu tvisvar í viku

1. febrúar 2011 kl. 13:44

Fiskmáltíð

226 grömm af fiski í viku hverri draga úr dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma

Bandarísk stjórnvöld hafa stigið það skref í nýrri heilbrigðisstefnu sem birt var í síðustu viku að mæla með því að allir Bandríkjamenn borði sjávarafurðir minnst tvisvar í viku sér til heilsubótar.

Þingið í Bandaríkjunum felur landbúnaðarráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu að gefa út á fimm ára fresti ráðgjöf um heilnæmt mataræði. Hingað til hefur ráðgjöfin varðandi neyslu á fiski tvisvar í viku aðeins beinst að þeim sem glíma við hjartasjúkdóma. Enda er talið að neysla á um 226 grömmum af fiski í viku hverri dragi úr dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma.

Nú er lögð áhersla á heilnæmi fiskneyslu fyrir alla þegna landsins og sérstaklega tekið fram að fiskneysla sé góð fyrir barnshafandi konur, upp að vissu marki, svo og ungabörn.

Heimild: www.seafoodsource.com