þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bann ESB stríðir gegn fríverslun

26. nóvember 2013 kl. 10:38

Norskur selveiðibátur að veiðum.

Alþjóðaviðskiptastofnunin úrskurðar um viðskiptabann ESB gegn selaafurðum.

Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) hefur úrskurðað að bann Evrópusambandsins við viðskiptum með selaafurðir stríði gegn samkomulaginu um fríverslun. Norðmenn vísuðu málinu til WTO en bannið hefur verið í gildi síðan 2009. 

WTO leggur áherslu á að ESB geti ekki bannað innflutning á selaafurðum frá Noregi en leyft hann frá Grænlandi. 

Í frétt um málið á vef samtaka norskra útvegsmanna segir að þessi úrskurður sé áfangasigur fyrir Noreg, en bent er á að ESB geti áfrýjað úrskurðinum og eins geti sambandið aðlagað reglur sínar kröfum WTO. 

Ekki er búist við neinum skjótum breytingum á viðskiptabanni ESB vegna selaafurða því þeir sem fá á sig slíka úrskurði WTO hafi að jafnaði 15 mánuði til þess að aðlaga sig ábendingum stofnunarinnar eða áfrýja að öðrum kosti.