föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Barentshaf: Ýsukvótinn niður um 25%

11. júní 2012 kl. 10:32

Ýsa

Aflinn færi úr 318.000 tonnum í 240.000 tonn.

Það er víðar en við Ísland sem vísindamenn ráðleggja samdrátt í ýsuveiðum á næsta ári. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að ýsukvótinn í Barentshafi  verði minnkaður úr 318.000 tonnum á þessu ári í 240.000 tonn á því næsta. 

Þetta byggist á því að nýliðun á árunum 2007-2010 var undir langtímameðaltali og árgangarnir 2009-2011 rétt yfir meðaltalinu. Norska hafrannsóknastofnunin styður ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins.