mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Besti Fish&Chips staðurinn valinn

24. janúar 2014 kl. 08:00

Fish&chips (Mynd: Vilmundur Hansen)

Fish&Chips veltir sem samsvarar 230 milljörðum ISK á ári

Hin árlegu og eftirsóttu verðlaun fyrir besta Fish&Chips staðinn í Bretlandi voru veitt í vikunni og komu þau í hlut Quayside í Whitby í Norður-Jórvík.

Í Bretlandi eru 10 þúsund fyrirtæki sem selja Fish&Chips og eru flest þeirra í eigu einstaklinga eða fjölskyldna. Velta þeirra er um 1,2 milljarðar punda á ári (230 milljarðar ISK). Það er ekki að ástæðulausu að Fish&Chips er kallað þjóðarréttur Breta því um fjórðungur af öllum hvítfiski sem þeir sporðrenna fer í þennan rétt. Þá má geta þess að 10% af kartöfluneyslu Breta tengist honum.

Stofnað var til þessara verðlauna árið 1988 til að afla Fish&Chips þeirrar opinberu viðurkenningar sem rétturinn á skilið og umbuna þeim stöðum sem gera betur en aðrir í því að matreiða hann. Í dag er þessi verðlaunaafhending mikill viðburður sem dregur til sín hundruð gesta og fær mikla athygli fjölmiðla.