
Fiskistofa áætlar að búið sé að veiða þau 1.300 tonn af makríl sem íslenskum skipum er heimilt að veiða í færeyskri lögsögu. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu.
„Makríllinn hefur fengist sem meðafli með norsk-íslensku síldinni sem íslensk skip veiða nú í flotvörpu innan færeysku lögsögunnar. Þessi meðafli hefur aukist verulega síðustu vikuna,“ segir í frétt Fiskistofu.