sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Búist við að slátrun á eldisfiski aukist um 50% í ár

26. apríl 2012 kl. 12:00

Laxeldi, Fjarðalax

Mikil aukning í framleiðslu á eldislaxi og bleikju en þorskur á undanhaldi

Gert er ráð fyrir að slátrun á eldisfiski nemi um 7.400 tonnum árið 2012 og aukist um tæp 50% frá árinu 2011. Undanfarin ár hefur slátrun á eldisfiski verið í kringum 5 þúsund tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Mestur vöxtur er í laxeldi með uppbyggingu Fjarðalax fyrir vestan. Í heild er búist við að slátrun á eldislaxi aukist úr 1.110 tonnum árið 2011 í 3.350 tonn í ár.  

Bleikja hefur verið helsta eldistegundin í íslensku fiskeldi síðustu árin. Í fyrra var 2.850 tonnum af bleikju slátrað en gert er ráð fyrir að slátrunin nemi 3.260 tonnum í ár.

Á sama tíma og vöxtur er í eldi á laxi og bleikju hefur framleiðsla á eldisþorki dregist saman. Hæst fór slátrun á þorski í 1.500 tonn árið 2008 en var komin niður í 770 tonn í fyrra og búist er við að hún fari niður í 470 tonn í ár.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.