mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

DFFU, dótturfélag Samherja, semur um smíði tveggja fiskiskipa

19. júní 2015 kl. 08:58

Tölvumhynd af nýju skipunum.

Fyrsta nýsmíði frá því að Samherji eignaðist þýska félagið.

Eigendur Samherja og stjórnendur Deutsche Fishfang Union (DFFU)  í Þýskalandi undirrituðu í gær samning um smíði tveggja skuttogara við norsku skipasmíðastöðina Kleven í Álasundi. Skipin eru hönnuð af Rolls Royce.

Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri DFFU segir að þetta séu ánægjuleg tímamót í rekstri DFFU en Samherji hefur átt og rekið félagið í tuttugu ár. "Við erum búin að fara í gegnum mikla hagræðingu og stundum mögur ár hér í Cuxhaven en nú sjáum við tækifæri til að byggja upp nýjan skipastól fyrir félagið og horfa til framtíðar.  Þetta eru fyrstu nýsmíðar félagsins frá því við keyptum það og löngu tímabært skref. Skipin eru eins og þau gerast best í dag, allur aðbúnaður áhafnar verður til fyrirmyndar og vinnuaðstaða eins og best gerist. Hönnun skipanna  gerir veiðar þeirra umhverfisvænni en eldri skip, sem er mikilvægt skref fyrir okkur og fiskveiðar framtíðarinnar."

Frá þessu er skýrt á vef Samherja.