þriðjudagur, 18. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dögun úr 7.000 í 10.000 tonn

Guðjón Guðmundsson
11. apríl 2019 kl. 13:05

Stöðugt aðgengi að rækju

Rækjuverksmiðjan Dögun á Sauðárkróki hefur lokið endurbótum á búnaði og hyggst auka vinnslugetuna úr 7.000 tonnum á ári í 10.000 tonn. Frá þessu er greint í Undercurrentnews.

Dögun er í eigu Íslensku útflutningsmiðstöðvarinnar hf., fjárfestingafélagsins Skika og Óttars Yngvasonar.  

Yngvi Óttarsson, framkvæmdastjóri Íslensku útflutningsmiðstöðvarinnar, segir í samtali við Undercurrent að rekstur rækjuversmiðja hafi gengið erfiðlega á Íslandi. „Dögun hefur haft stöðugt aðgengi að hráefni og stöðugleika í framleiðslu sem hefur hjálpað til.“  

Annað fyrirtæki tengt Íslensku útflutningsmiðstöðinni er útgerðarfélagið Reyktal í Eistlandi sem gerir út þrjá frystitogara á rækjuveiðar í Norður-Atlantshafi og Íshafinu.

„Fjárfestingin í Dögun tekur mið af aukinni skilvirkni og meiri vinnslu. Án hennar hefði verksmiðjan ekki verið samkeppnishæf,“ segir Yngi.