sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dragast Íslendingar aftur úr?

1. desember 2011 kl. 09:00

Tölvuteikning af togurunum sem Aker Seafoods lætur smíða.

Norðmenn verja sem samsvarar 100 milljörðum íslenskra króna í nýsmíðar en á meðan ríkir stöðnun á Íslandi

Norðmenn hafa samið um smíði á 26 stórum og fullkomnum skipum sem afhent verða á næstu árum. Alls verja þeir sem samsvarar 100 milljörðum íslenskra króna í þessar nýsmíðar. Hér er einkum um uppsjávarskip og frystitogara að ræða, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Mikill hugur er í Norðmönnum og án efa á nýsmíðum eftir að fjölga á næstu misserum. Á sama tíma er aðeins eitt stórt fiskiskip í smíðum fyrir Íslendinga og alls óvíst hvort það verði gert út héðan. Íslenski fiskiskipaflotinn er orðinn mjög gamall og löngu tímabært að endurnýja stóran hluta hans. Jafnvel er talið að við þyrftum að fá um tíu nýsmíðuð skip á ári ef vel ætti að vera.

Fiskifréttir ræddu við forsvarsmenn nokkurra útgerða og þar kom fram að miðað við óvissu í sjávarútvegi, yfirvofandi innköllun veiðiheimilda og skattahækkanir myndi ríkja stöðnun í endurnýjun skipa. Á meðan drægist íslensk útgerð aftur úr en Norðmenn, helstu keppinautar okkar á mörkuðum erlendis, sigldu langt framúr okkur.   

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.