sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Efla þarf traust á íslensku krónunni"

18. nóvember 2008 kl. 10:30

Formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, Adolf Guðmundsson og Friðrik J. Arngrímsson, hafa sent frá sér hvatningu til útvegsmanna.

Þar undirstrika þeir mikilvægi þess að útvegsmenn haldi áfram að flytja gjaldeyri fyrir sölu afurða heim eins fljótt og unnt er til þess að styðja við „Áætlun Íslands um efnahagsstöðugleika“, að því er fram kemur á heimasíðu LÍÚ.

Í orðsendingunni segir orðrétt:

„Eitt mikilvægasta verkefnið við endurreisn íslensks efnahagslífs er að efla traust á íslensku krónunni, styrkja og styðja við gengi hennar og koma gjaldeyrismarkaði sem fyrst í eðlilegt horf.“

Í orðsendingunni er vísað í vefslóð Seðlabankans þar sem er að finna upplýsingar frá bankanum frá því í gær um greiðslur til Íslands þegar þær fara um Seðlabankann.

Þá voru einnig sendar út upplýsingar um svokallaða BIG gjaldeyrisreikninga fyrir útflytjendur.