mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eins og um borð í lúxussnekkju

30. nóvember 2012 kl. 11:51

Ekkert er til sparað í innréttingum í nýja skipinu.

Nýjasta fiskiskip Norðmanna er hið glæsilegasta innan sem utan.

Nú er verið að leggja síðustu hönd á uppsjávarskipið Malene S sem smíðað er í Tyrklandi og verður næststærsta fiskiskip Norðmanna. Skipið kostar um þrjá milljarða íslenskra króna og sparaði útgerðin sem svarar 2,2 milljörðum íslenskra króna á því að láta smíða skipið í Tyrklandi frekari en í Noregi, segir á vef norska blaðsins Kystmagasinet. 

Á vefnum er fullyrt að flottara skip sé ekki hægt að finna og helst megi líkja því við lúxussnekkju eða skemmtiferðaskip. Innréttingar séu meðal annars úr gegnheilum viði og marmara. 

Lesendur geta dæmt um það sjálfir með því að fara inn á vef Kystmagasinet HÉR.