þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ekki lengur veitt á ,,gráu svæði”

18. júlí 2011 kl. 09:31

Venus HF að veiðum í Barentshafi.

Noregur og Rússland semja um mörk lögsagna í Barentshafi

Þann 7. júlí 2011 gekk í gildi samningur Noregs og Rússlands um mörk lögsagna ríkjanna á hinu svonefnda "gráa svæði" í Barentshafi sem felur það í sér að þar eru nú skýr mörk og gráa svæðið því ekki lengur til með þeim sérreglum sem giltu um veiðar þar, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Íslensk skip sem hafa þorskkvóta í lögsögu Norðmann og Rússa í Barentshafi voru meðal þeirra skipa sem veiddu á þessu ,,gráa svæði sem nú er úr sögunni.

Fyrir þá sem málið snertir verða hér gefin eru upp hnit fyrir markalínuna á milli lögsögu ríkjanna.:

A: 73° 23' 03.90'' N 36° 28' 34.40'' A

B: 70° 16' 28.95'' N 32° 04' 23.00'' A