þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldi á senegalflúru gengur vel á Reykjanesi

18. febrúar 2016 kl. 15:30

Nýi eldisfiskurinn

Stefnt að 2.000 tonn afköstum á ári

Slátrað er á bilinu 5-10 tonnum af senegalflúru í viku hverri árið um kring í fiskeldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Afkastagetan nú er 500-550 tonn á ári en til stendur að auka hana með stækkun stöðvarinnar upp í 2.000 tonn á ári.

Fyrsta slátrunin fór fram í mars 2015 og það ár var slátrað alls 300 tonnum. Um 80% framleiðslunnar fer til Evrópu og algengt er að hún sé borin fram á betri veitingastöðum í heilu lagi á disk. Meðalverðið er 13-14 evrur fyrir heilan fisk. Stolt Sea Farm er í eigu norska stórfyrirtækisins Stolt-Nielsen. Til skoðunar er að hefja eldi á öðrum tegundum á Íslandi.

Sjá nánar í Ferskfiski, fylgiriti Fiskifrétta.