fimmtudagur, 5. ágúst 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ellefu bátar yfir átta tonn

23. maí 2016 kl. 19:40

Strandsveiðar

Heildaraflinn á strandveiðum nálgast tvö þúsund tonn

Að loknum 10 dögum á strandveiðum fimmtudaginn 19. maí höfðu 507 bátar virkjað veiðileyfi sín. Heildaraflinn er að nálgast tvö þúsund tonn - 1.945 tonn, að meðaltali 3,8 tonn á bát.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Alls eru 11 bátar búnir að fiska meira en 8 tonn og einn þeirra Jón Pétur RE er skriðinn yfir níu tonn - 9.009 kg.

Sjá nánar töflur á vef LS um efstu báta á hverju svæði.