fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Enginn bauð í kolmunnakvótann í Færeyjum

6. september 2016 kl. 19:06

Þórshöfn í Færeyjum.

Reynt var í tvígang að bjóða hann upp, í gær og aftur í dag.

Í gær var boðinn upp 5.000 tonna kolmunnakvóti í Færeyjum að tilhlutan stjórnvalda en enginn bauð í. Lágmarksverðið sem sett var á kvótann var 30 aurar danskar á kílóið, jafnvirði 5,23 íslenskra króna. Í dag var aftur gerð tilraun til uppboðs og verðið lækkað í 18 danska aura á kílóið (3,14 ISK) en allt fór á sömu leið.

Færeyski sjávarútvegsráðherrann útilokar ekki að lágmarksverðið verði enn lækkað og reynt á ný síðar.